Spurt og svarað um Hundahlaupið .
Afhverju Hundahlaupið ?
Við stofnuðum Hundahlaupið til þess að auka sýnileika og jákvæða umfjöllun um hundahald í Íslensku samfélagi. Margt hefur áunnist í báráttunni um tilvist hunda í daglegu lífi í samfélaginu, en það er mikilvægt að halda umræðunni gangandi. Okkar nálgun var að skapa öðruvísi og fjölskylduvænan lýðheilsu viðburð og kynna hundaeigendur fyrir þeirri skemmtilegu hreyfingu og útivist sem felst í því að skokka/hlaupa með hundinn sinn.
Hundar eru partur af fjölskyldum margra Íslendinga og það er okkar ósk að yngri kynslóðin alist upp við að Hundahlaupið sé árviss viðburður.
Markmiðið er því að auka sýnileika hunda í samfélaginu með jákvæðri umfjöllun og efla tengsl hundaeiganda með því að gefa þeim tækifæri á því að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði á hverju ári.
Nei, í 2km skemmtiskokk eru ræstir úr í 6-12 hundar í holli með ca 30-60 sekúndna millibili og í 5km tímatöku eru ræstir út 6 hundar með 30 sekúndna millibili.
Start svæðið er á stóru túni og þar gefst góður kostur fyrir þáttakendur að dreyfa úr sér áður en lagt er af stað í brautina.
Þess má geta að þrátt fyrir að Hundahlaupið 2024 hafi talið 200 þátttakendur þá þýðir það ekki 200 hundar, því í skemmtiskokkinu geta fleiri en einn fylgt hverjum hundi.Aldeilis ekki, 2km brautin er hugsuð fyrir þá sem vilja ganga, skokka eða hlaupa en aðallega til að njóta. Í 5km brautinni ræður þú líka ferðinni.
Nei, þátttöku númerið þitt sem þú færð afhent við afhendingu mótsgagna er þátttöku miðinn þinn og því er mikilvægt að þú festir það á þig þegar þú mætir á svæðið. Það er startað í hollum og kynnar hlaupsins sjá um að kalla inn þátttakendur í næsta holl. Þú getur því auðveldlega haft áhrif á það með hverjum þú leggur af stað með og hvenær. Þetta gildir fyrir báða flokka.
Munurinn á þátttöku númerunum fyrir 2km skemmtiskokk og 5km canicross er sá að í 5km er tímataka og því er tímatöku flaga á öllum þátttöku númerum fyrir 5km.Í 2km skemmtiskokk máttu hlaupa með fleiri en 1 hund ( og fleiri en 1 hlaupari má fylgja einum hundi, eina krafan er að allir hlauparar séu skráðir og með þátttöku númer )
í 5km canicross tímatöku má aðeins einn hundur fylgja hverjum hlaupara.Já þú getur það, 2km skemmtiskokk er ræst kl 18 og þegar allir skemmtiskokkarar hafa skilað sér í mark er 5km canicross ræst af stað. Ef þú átt fleiri en 1 hunda og langar til þess að fara með 1 eða fleiri í skemmtiskokkið og svo 1 hund í 5km canicross þá mælum við með því að þú sért með gott fólk þér til aðstoðar sem getur fylgst með vellíðan hundsins sem bíður á meðan þú ferð í 2km og getur svo hugsað um hundinn/hundana sem eru búnir að klára skemmtiskokkið á meðan þú heldur gleðinni áfram í 5km canicross.
ATH : ef það er sól og gott veður, þá þarf að passa sérstaklega vel að leggja bílnum í skugga og hafa rúður opnar ef hundar þurfa að bíða í bílnum í einhverja stund.2km brautin er að mestu leiti á einbreiðum stígum og á köflum getur verið ómögulegt að taka frammúr en hún opnast líka vel á köflum og þar gefst gott tækifæri til þess að taka frammúr.
Lýsing 2km :
Eftir fyrsta kaflann yfir túnið er farið niður á einbreiðan stíg sem þræðir þig niður í fallegt skógarumhverfi, þessi kafli er með mildri lækkun. Fljótlega tekur við breiðari kafli á malbikuðum stíg á jafnsléttu, hér farið þið yfir eina trausta brú og fljótlega er beygt af stígnum yfir vel breiðan veg á grasi framhjá afgirtu beitarhólf fyrir hross ( hrossin eru mjög spök og vön gangandi vegfarendum með hunda ).
Þar næst kemur þú á breiðan malarveg með álíðandi mildum rísandi halla, malarvegurinn endar við


